Fara í efni

Fréttir

Starf matráðs í Keili

Keilir auglýsir eftir matráði í 100% starfshlutfall til að byggja upp og halda utan um metnaðarfullt mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans.
Lesa meira

Enn er hægt að sækja um nám á haustönn 2019

Enn er hægt að sækja um nám á haustönn 2019 í flestum deildum Keilis svo sem einka- og atvinnuflugnám, leiðsögunám í ævintýraferðamennsku, ÍAK einka- og styrktarþjálfun og Háskólabrú bæði í fjarnámi og staðnámi. Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum og fer afgreiðsla þeirra fram jafnóðum og umsóknir berast. Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst til að auka líkur á inntöku.
Lesa meira

Mikill áhugi á sumarnámskeiðum Keilis

Hátt í eitt hundrað umsóknir hafa borist um þátttöku í sumarnámskeiðum Keilis sem boðið er uppá í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Fullbókað er í öll námskeiðin nema eitt - Útivist og umhverfi fyrir ungt fólk - sem hefst 6. ágúst næstkomandi.
Lesa meira

Útivist og umhverfi - Námskeið fyrir ungt fólk

Námskeiðið er ætlað ungu fólki á aldrinum 13 - 16 ára sem hafa áhuga á útivist, afþreyingarferðamennsku og ferðalögum. Boðið er upp á námskeiðið án endurgjalds.
Lesa meira

Sumarnámskeið í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Keilir hefur sett saman röð námskeiða í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið sem lið í aðgerðum stjórnvalda sem miða að uppbyggingu á Suðurnesjunum í kjölfar falls WOW Air í vor. Námskeiðin eru án endurgjalds og henta bæði ungu fólki sem og fullorðnum einstkalingum.
Lesa meira

Kynningarfundur um flugtengt nám

Keilir - Flugskóli Íslands býður upp á kynningarfund um flugnám við skólann í húsakynnum Flugskóla Íslands, Flatahrauni 12 í Hafnarfirði, laugardaginn 6. júlí kl. 13:00 - 15:00.
Lesa meira

Grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám

Námskeiðið er ætlað fullorðnum einstaklingum (18 ára og eldri) sem vilja kynnast tækifærum og námi til einka- og atvinnuflugmanns.
Lesa meira

Flugtengd störf - Námskeið fyrir ungt fólk - Fullbókað

Námskeiðið er ætlað ungu fólki á aldrinum 13 - 16 ára sem vilja kynnast námi, starfi og tækifærum á öllu því sem flugrekstur hefur upp á að bjóða, allt frá atvinnuflugi yfir í flugtengd störf á jörðu niðri.
Lesa meira

Tölvuleikjagerð - Námskeið fyrir ungt fólk - Fullbókað

Námskeiðið er ætlað ungu fólki á aldrinum 13 - 16 ára sem hafa áhuga á tölvuleikjagerð, forritun, hönnun, skapandi hugsun og rafíþróttum.
Lesa meira

Grunnnámskeið í fjallamennsku og jöklaferðum - Fullbókað

Námskeiðið er ætlað einstaklingum 18 ára og eldri sem vilja öðlast færni og þekkingu á göngum í krefjandi aðstæðum, svo sem fjallamennsku og jöklaferðum.
Lesa meira