08.11.2019
Dr. Douglas Booth, deildarforseti ævintýraleiðsögunáms og ferðaþjónustu við Thompson Rivers University (TRU) í Kanada, fundaði nýverið með forsvarsmönnum Keilis um samstarf skólanna. Frá árinu 2013 hefur háskólinn vottað leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis, en skólinn er viðurkenndur sem einn af leiðandi aðilum á heimsvísu í sérhæfðu leiðsögunámi ævintýraferðaþjónustu.
Lesa meira
15.10.2019
Opnunartími KRÁS (veitingasölu Keilis) hefur verið lengdur og er nú hægt að versla drykki, samlokur, jógúrt og skyr frá kl. 09:00 alla virka daga. Þá er boðið upp á heitan hádegisverð, glæsilegan salatbar og súpu í hádeginu kl. 11:30 - 13:30.
Lesa meira
07.10.2019
Kynningarfundur um undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í læknisfræði árið 2020 verður haldinn 16. október 2019 kl. 17:30 - 19:30 í stofu HT-103 á Háskólatorgi Háskóla Íslands.
Lesa meira
02.09.2019
Flugakademía Keilis útskrifaði átján atvinnuflugnema laugardaginn 31. ágúst síðastliðinn. Með útskriftinni hafa samtals 89 atvinnuflugnemar lokið bóklegu námi í skólanum það sem af er ársins og samtals 307 nemendur frá upphafi skólans árið 2009.
Lesa meira
29.08.2019
Fagráð Keilis fundaði í Háskóla Íslands 28. ágúst síðastliðinn, þar sem var meðal annars rætt um nýja Menntaskólann á Ásbrú þar sem rúmlega fjörtíu nemendur leggja áherslu á nám í tölvuleikagerð.
Lesa meira
27.08.2019
KRÁS er veitingaþjónusta Keilis, staðsett í aðalbyggingu skólans að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Markmið þjónustunnar er að bjóða nemendum og starfsfólki upp á góðan og hollan mat á sanngjörnu verði.
Lesa meira
08.08.2019
Flugkennaranámskeið á vegum Keilis - Flugskóla Íslands tekur 12 vikur en þar lærir þú meðal annars hvernig á að undirbúa leiðbeiningar og veita verklega flugþjálfunartíma. Námið er góð leið til að öðlast frekari reynslu eftir að þú hefur lokið við atvinnuflugmannsnámið, og það veitir þér tækifæri til að bæta flugmannshæfileika þína sem eru eftirsóttir af flugrekendum.
Lesa meira
25.07.2019
Keilir - Flugskóli Íslands býður upp á einka- og atvinnuflugmannsnám í einum öflugasta flugskóla á Norðurlöndunum. Næst verða teknir inn nemendur í atvinnuflugmannsnám í september 2019.
Lesa meira
25.07.2019
Keilir auglýsir eftir matráði í 100% starfshlutfall til að byggja upp og halda utan um metnaðarfullt mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans.
Lesa meira
23.07.2019
Enn er hægt að sækja um nám á haustönn 2019 í flestum deildum Keilis svo sem einka- og atvinnuflugnám, leiðsögunám í ævintýraferðamennsku, ÍAK einka- og styrktarþjálfun og Háskólabrú bæði í fjarnámi og staðnámi. Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum og fer afgreiðsla þeirra fram jafnóðum og umsóknir berast. Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst til að auka líkur á inntöku.
Lesa meira