28.10.2017
Keilir býður upp á opna kynningarfundi um námsframboð Keilis á Austurlandi í byrjun nóvember. Hægt verður að fræðast um fjarnám Háskólabrúar bæði með og án vinnu, auk annars námsframboðs skólans.
Lesa meira
27.10.2017
Á þessu námskeiði er farið í gegnum helstu atriði sem tengjast farmtækni. Að bílstjóri gangi af öryggi frá og festi mismunandi tegundir farms, þekki reglur um, notkun farm- og fylgiskjala sem krafist er í flutningum bæði innanlands sem og á milli landa. Námskeiðið er kennt 18. nóvember kl. 09:00 - 16:00 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Lesa meira
26.10.2017
Keilir býður upp á opna kynningarfundi um námsframboð Keilis á Norðurlandi 30. október - 1. nóvember. Hægt verður að fræðast um fjarnám Háskólabrúar bæði með og án vinnu, auk annars námsframboðs skólans.
Lesa meira
22.09.2017
Eftirfarandi grein eftir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóra Keilis, birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 19. september 2017.
Lesa meira
21.09.2017
Keilir kynnir tæknifræðinám á Tæknidegi fjölskyldunnar í Verkmenntaskóla Austurlands, laugardaginn 7. október kl. 12 - 16. Þar verður meðal annars hægt að fræðast um nám í mekatróník sem sameinar véla-, rafmagns- og hugbúnaðarverkfræði, til að mynda við gerð sjálfstýringa og vélmenna.
Lesa meira
18.09.2017
Verkefnahópur sem hefur staðið að uppsetningu Phantom F-4 flugvélar bandaríska varnarliðisins á Ásbrú stendur fyrir afhjúpun söguskiltis um vélina fimmtudaginn 21. september kl. 14:00 - 15:00.
Lesa meira
11.09.2017
Keilir býður upp á röð endurmenntunarnámskeiða fyrir atvinnubílstjóra í haust. Námskeiðin verða í boði bæði í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ og Hoffelli í Austur-Skaftafellssýslu.
Lesa meira
11.09.2017
Þórður Halldórsson, kennari í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis, lést síðastliðna helgi eftir snörp og erfið veikindi. Samstarfsfólk og nemendur Þórðar í Keili senda fjölskyldu og ástvinum hans hugheilar samúðarkveðjur.
Lesa meira
17.08.2017
Markmiðið er að bílstjórinn þekki vegakerfið og helstu hættur sem eru til staðar eða geta skapast í tengslum við ytri aðstæður, s.s. við mismunandi veðurskilyrði. Einnig að hann þekki helstu tegundir og orsakir umferðar- og vinnuslysa og þekki aðferðir við slysavarnir.
Lesa meira
17.08.2017
Markmiðið er að bílstjórinn þekki hugmyndafræði vistaksturs og með hvaða hætti hann getur lágmarkað eldsneytiseyðslu og umhverfismengun og hámarkað öryggi sitt og annarra í umferðinni með réttu aksturslagi.
Lesa meira